Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin frá árinu 1992. Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og ungmenna ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. 

Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli og þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til mikillar fyrirmyndar með allri framkomu sem er í keppni eða leik. Á Unglingalandsmóti UMFÍ koma þúsundir gesta ár hvert, þáttakendur og forráðamenn þeirra. Vinir og vandamenn sem vilja taka saman þátt í skemmtilegu móti. 

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina, 31. júlí - 2. ágúst 2020 á Selfossi í samstarfi við Héraðssambandið Skarphéðinn og Sveitarfélagið Árborg.  

 

Skráning og greiðsla

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ hefst 1. júlí. Lokað verður fyrir skráningar á miðnætti 26. júlí. 

Mótsgjald er 7.900 kr. á hvern einstakling 11 - 18 ára sem skráir sig til þátttöku. Greiða þarf gjaldið til að geta klárað skráningu í greinar. Aðrir mótsgestir greiða ekkert gjald en geta þó tekið þátt í fjölbreyttri afþreyingu og verkefnum sem boðið er upp á. Skráning og greiðsla fer í gegnum greiðsluþjónustukerfið NORA. 

 

Keppnisgreinar

Á mótinu geta þátttakendur valið úr fjölmörgum ólíkum keppnisgreinum. Greinarnar eru: biathlon, bogfimi, fimleikalíf, fimleikar (stökkfimi), frisbígolf, frjálsar íþróttir, glíma, golf, götuhjólreiðar, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, kökuskreytingar, körfubolti, motocross, pílukast, rafíþróttir, skák, stafsetning, strandblak, strandhandbolti, sund, taekwondo og upplestur. 

 

Afþreying

Eins og ævinlega er fjölbreytt dagskrá og afþreying fyrir alla mótsgesti yfir allt mótið. Börn yngri en 10 ára fá líka fjölmörg verkefni eins og foreldrarnir. Það verður líf og fjör á Selfossi frá morgni til kvölds alla mótsdagana. Hér eru nokkur sýnishorn af því sem boðið verður uppá: Flugeldasýning, fótboltabilljard, fótboltamót barna 10 ára og yngri, fótboltapanna, frjálsíþróttaleikar barna, gönguferðir, kvöldvökur, tónleikar með besta tónlistarfólki landsins, ringó, sundleikar barna og margt fleira. Öll afþreying er opin og án endurgjalds. 

 

Listamenn

Upplýsingar koma þegar nær dregur.

 

Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið er ókeypis fyrir mótsgesti og fjölskyldur þeirra en greitt er fyrir afnot af rafmagni. Tjaldsvæðið er í göngufæri við aðalkeppnissvæðið. Tjaldsvæðið opnar um hádegi fimmtudaginn 30. júlí. Mótshaldarar minna tjaldsvæðagesti að vera með breyti- og millistykki til að tengjast rafmagninu. 

 

Tapað / fundið

Öllum óskilamunum er safnað saman í þjónustumiðstöðinni sem staðsett er í FSU. 

 

Þjónusta á Selfossi

Smellið hér til að lesa ykkur til um Selfoss.  

 

Styrktaraðilar mótsins eru