Fara á efnissvæði
08. maí 2023

Fjallað ítarlega um starf sjálfboðaliða í nýjasta tölublaði Skinfaxa

Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, var að koma úr prentsmiðjunni og er á leiðinni til áskrifenda. Blaðið er stútfullt af brakandi fersku efni úr ungmennafélagshreyfingunni.

Starf sjálfboðaliða í íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni er ómetanlegt.

Í þessu blaði er kastljósinu beint að sjálfboðaliðum, fólk spurt að því hvernig sé að vera sjálfboðaliði í íþróttahreyfingunni og á viðburðum UMFÍ, hver tækifærin eru, hverjar áskoranir séu og pælt í því hvernig hægt sé að gera sjálfboðaliðum hærra undir höfði.

Á meðal efnis í blaðinu:

Skinfaxi er málgang UMFÍ og hefur það komið út óslitið frá árinu 1909.

 

 

Áskrifendur og sambandsaðilar UMFÍ eru að fá blaðið í hendur um þessar mundir. Einnig er hægt að nálgast eintak í íþróttamiðstöðvum, á sundstöðum, bensínstöðum og hjá sambandsaðilum um allt land á næstu dögum.  

 

Þú getur lesið nýjasta tölublað Skinfaxa á www.umfi.is: 

Skinfaxi 1. tbl. 2023

Þú getur lesið eldri tölublöð Skinfaxa allt aftur til fyrsta tölublaðs á Netinu: Eldri tölublöð Skinfaxa.

Þú getur líka smellt á myndina hér að neðan og náð í nýja blaðið á PDF-formi.