Fara á efnissvæði

UMFÍ

Viðburðir

Viðburðir á vegum UMFÍ

UMFÍ stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum, svo sem nýjum verkefnum eða íþróttagreinum sem hvetja til aukinnar vitundar um bætta lýðheilsu. 

Unglingalandsmót

Unglingalandsmót UMFÍ er íþróttahátíð fyrir alla fjölskylduna sem haldin hefur verið frá árinu 1992. Á Unglingalandsmóti UMFÍ keppa börn og ungmenni frá 11 – 18 ára aldri í fjölbreyttum íþróttagreinum á daginn og fara með fjölskyldu og vinum á tónleika á kvöldin alla verslunarmannahelgina. Inni í miðaverðinu er aðgengi að tjaldsvæði fyrir alla fjölskylduna. 

Lesa meira
ULM

Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og kynningu á ýmis konar hreyfingu. Mótið hefur farið fram árlega síðan árið 2011. Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa hvorki að vera skráðir í íþrótta- né ungmennafélag. Allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. 

Lesa meira

Íþróttaveisla

Íþróttaveisla er samheiti yfir styttri íþróttaviðburði á vegum UMFÍ. Sumarið 2023 fara fram tveir viðburðir undir heiti Íþróttaveislunnar. Það eru Drulluhlaup Krónunnar, sem fer fram 12. ágúst í Mosfellsbæ, og Forsetahlaup UMFÍ, sem fer fram 2. september á Patreksfirði. 

Lesa meira

Ungt fólk og lýðræði

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði hefur verið haldin árlega frá árinu 2010. Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Ungmennaráð UMFÍ skipuleggur og stendur fyrir ráðstefnunni. Þar er lögð áhersla á að styrkja ungt fólk til að taka upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan árið 2023 er áætluð dagana 22. – 24. september 2023.

Lesa meira