Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450, nærri því öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir

20. ágúst 2025
Páll Janus nýr svæðisfulltrúi á Vestfjörðum
Páll Janus Þórðarson er nýr svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Vestfjörðum og hefur hann störf 1. september. Hann er spenntur fyrir starfinu enda búinn að kynnast öllum hliðum íþróttalífsins fyrir vestan.

19. ágúst 2025
Rúmlega þúsund sprettu úr drulluspori
Rúmlega 1.100 manns á öllum aldri tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar þegar það fór fram fjórða árið í röð í Mosfellsbæ á laugardag. Að Drulluhlaupinu standa Ungmennafélag Íslands, Krónan og Ungmennafélagið Afturelding (UMFA).

12. ágúst 2025
Skítugasta hlaup ársins handan við hornið
Drullu- og hindrunarhlaup UMFÍ og Krónunnar er drulluskemmtilegt hlaup fyrir alls konar fólk, fyrir fjölskylduna, vinahópa og frænku- og frændgarðinn, saumaklúbba og vinnufélaga sem vilja vinna saman að því að komast í mark í skítugasta hlaupi ársins.

Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ