Fara á efnissvæði

Samstarfsverkefni UMFÍ, ÍSÍ og ÍF

Allir með

Allir með, farsælt samfélag fyrir alla

Allir með er samstarfsverkefni UMFÍ, ÍSÍ og Íþróttasambands fatlaðra (ÍF). Verkefnið er liður í að ná markmiðum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar eru skýr ákvæði um viðeigandi aðlögun allra að í íslensku samfélagi. 

Markmið verkefnisins er að fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar í samstarfi við íþróttahreyfinguna. Að öll börn og ungmenni eigi möguleika á því að taka þátt í íþróttum á sínu nær umhverfi í samræmi við óskir sínar og þarfir, með viðeigandi aðlögum. Einnig að öll börn og ungmenni eigi þess kost á að öðlast reynslu af þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi og verða sér úti um leikni til að eflast í öryggi og góðum félagsskap. 

Verkefnið er styrkt af félags- og vinnumálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu og mennta- og barnamálaráðuneytinu. Íþróttahreyfingin sér um framkvæmd sem unnin er á tímabilinu 2023 – 2025.

Verkefnastjóri

Valdimar Gunnarsson er verkefnastjóri verkefnisins og hefur hann aðsetur á skrifstofu Íþróttasambands fatlaðra í Laugardal. Netfang: valdimar@ifsport.is Sími: 894 8503

Heimasíða verkefnisins

Hvatasjóður

Íþróttafélög geta sótt um styrk vegna verkefna sem fela í sér inngildingu fatlaðra barna og ungmenna í skipulögðu íþróttastarfi. Styrkupphæðir eru á bilinu 500.000 kr. - 1.000.000 kr. Sótt er um á sérstöku eyðublaði og er opið fyrir umsóknir allt árið.  

Nánari upplýsingar

Íslandsleikarnir

Íslandsleikarnir í körfubolta og fótbolta fóru fram á Akureyri í mars 2024. Special Olympics hópar frá Haukum og Stjörnunni/Ösp æfðu og kepptu með iðkenndum úr KA og Þór á Akureyri. Talið er að aðeins um 4% fatlaðra barna á Íslandi stundi skipulagða hreyfingu innan íþróttahreyfingarinnar og var þessu móti ætlað að vekja athygli á að þar er breytinga þörf. Hér fyrir neðan er að sjá myndband frá mótinu. 

Myndband frá Íslandsleikunum

Ráðstefna um tækifæri barna og ungmenna í íþróttastarfi

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið stóðu fyrir ráðstefnu á Hótel Hilton 7. apríl 2022. Yfirskrift ráðstefnunnar var, Farsælt samfélag fyrir alla - tækifæri barna og ungmenna í íþróttastarfi. Á ráðstefnunni var leitast við að koma auga á þær áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir þegar kemur að jöfnum tækifærum allra barna til íþróttaiðkunar. Þá unnu saman fulltrúar notenda, íþróttafélaga, íþróttasambanda, þjónustukerfi ríkis og sveitarfélaga að mótun tillagna að aðgerðaáætlun um fulla þátttöku og virkni fatlaðs fólks á forsendum eigin getu.

Hægt er að horfa á streymi frá ráðstefnunni hér