Hlutverk UMFÍ
Starf þeirra félaga sem mynda UMFÍ snýst um að efla, styrkja og byggja upp fólk með íþrótta-, félags- og æskulýðsstarfi. Hlutverk UMFÍ er að styrkja starf sambandsaðila og aðildarfélaga þeirra. UMFÍ hvetur og styður við bætta lýðheilsu landsmanna.
Stefna UMFÍ
Starfsemi UMFÍ byggir á stefnu samtakanna. Yfirskrift stefnunnar, Samfélaginu til góða, vísar til þess að gera gott starf ungmennafélagshreyfingarinnar enn betra, stuðla að sterkari einstaklingum, öflugri félögum og bættu samfélagi. Stefnan skiptist upp í fimm stefnuþætti og undir þeim eru markmið sem verkefni og starfsemi UMFÍ kallast á við.
Hagnýtar upplýsingar
Sambandsaðilar
Sambandsaðilar UMFÍ eru 27 talsins sem skiptast í 22 íþróttahéruð og 5 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 480 félög innan UMFÍ.
Stjórn og starfsfólk
Stjórn UMFÍ er skipuð sjö einstaklingum og fjórum varafulltrúum. Starfsfólk UMFÍ er staðsett í þjónustumiðstöð í Reykjavík, Sauðárkróki og Skólabúðum á Reykjum.
Lög og reglugerðir
Hér er að finna lög, stefnu, siðareglur og stjórnskipulag UMFÍ. Einnig ýmsar reglugerðir Landsmóta og sjóða UMFÍ.
Nefndir
Alls eru tíu nefndir starfandi tímabilið 2021 - 2023. Allar nefndir eru skipaðar sjálfboðaliðum auk starfsfólks UMFÍ.
Þing- og fundargerðir
Hér er að finna fundargerðir stjórnar UMFÍ. Ársskýrslur UMFÍ og fundargerðir frá sambandsþingum og sambandsráðsfundum UMFÍ.
Viðurkenningar og verðlaun
Hér er sjá nafnalista yfir heiðursfélaga UMFÍ og nöfn þeirra ungmennafélaga sem hlotið hafa gull- og starfsmerki. Einnig upplýsingar um hvatningarverðlaun, matmenn sambandsþinga, fyrirmyndarbikar og sigurðarbikar.