Fara á efnissvæði
23. febrúar 2021

200 áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum

Allt að 200 manns mega horfa á íþróttaviðburði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, skíðasvæði og sundstaðir mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda og allt að 150 nemendur verða heimilaðir í hverju rými á öllum skólastigum. Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns í 50, samkvæmt nýjum tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í morgun.

Breytingarnar taka gildi á morgun, miðvikudaginn 24. febrúar.

Þá segir í reglugerð að sú breyting hefur nú átt sér stað að fyrirkomulag íþróttakennslu barna og ungmenna fellur nú undir almenna reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Ný reglugerð heilbrigðisráðherra veitir umtalsvert svigrúm til íþróttaiðkunar og gilda sömu reglur um íþróttastarf innan skóla og utan frá og með morgundeginum, 24. febrúar.

Reglugerð heilbrigðisráðherra

Breytingar á samkomutakmörkunum í hnotskurn:

Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns samkvæmt nýjum reglum um samkomutakmarkanir sem taka gildi 24. febrúar.

Reglur um grímunotkun verða óbreyttar og áfram verður 2 metra nándarregla meginviðmið en þó með ákveðnum undantekningum eins og að neðan greinir.

 

Ítarlegri upplýsingar um breytingu á fjöldatakmörkunum

Minnisblað sóttvarnalæknis

 

Létt á takmörkunum í skólastarfi

Minnisblað sóttvarnalæknis