Æskulýðsvettvangurinn býður upp á hinseginfræðslu
- Kynhugtökin fjögur (kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni, kyntjáning)
- Birtingarmyndir hómó- og transfóbíu
- Hvað þarf að hafa í huga til að skapa öruggt rými fyrir þátttakendur sem tilheyra regnboganum
- Dæmisögur og umræðuæfingar
- Inngilding og fjölbreytileiki
Kennari námskeiðsins er Sólveig Rós Másdóttir (hún) sem er foreldrafræðari og uppeldisráðgjafi með M.A. í stjórnmálafræði og viðbótardiplómu í hagnýtum jafnréttisfræðum. Hún hefur starfað í fjölda ára við fræðslu um hinsegin mál, bæði á vettvangi Samtakanna '78 og sjálfstætt, og farið bæði með fræðslu til unglinga, fagaðila, fyrirtækja, foreldra og fleiri.
Námskeiðið verður í sal Skátanna í Hraunbæ 123, 110 Reykjavík. Námskeiðið er opið öllum og aðgangur er endurgjaldslaus.
Námskeiðið á Facebook: https://www.facebook.com/events/467871292195000?ref=newsfeed
Mikilvægt er að skrá sig á námskeiðið. Það er gert hér: https://klik.is/event/buyingflow/00494352-74ee-41d5-bd81-fc4a7c28cd07
Hér má sjá námskeiðaáætlun Æskulýðsvettvangsins vorið 2023
11.janúar / Verndum þau / 18:30-21:00
8. febrúar / Hinsegin fræðsla / 18:30-20:30
8. mars / Samskipti og siðareglur / 18:30
29. mars / Inngilding og fjölmenning / 18:30
Skráning: smelltu hér
Fyrirspurnir: aev@aev.is