Fara á efnissvæði
31. júlí 2023

Ætlarðu að keppa í folfi?

Frisbígolf er ein af greinunum sem keppt verður í á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Keppendur þurfa ekki að skrá sig fyrirfram í keppnina og er nóg að mæta á keppnisstað og taka þátt. Keppendur þurfa ekki að eiga diska til að taka þátt og geta fengið lánaða diska á staðnum. En auðvitað má koma með eigin diska.

Spilaðar eru 9 holur.

Ýmsar reglur eru í frisbígolfi sem gott er að fylgja.

Lesa reglur um frisbígolf

 

Í hverju ætlar þú að keppa?

Nú er aldeilis farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ og er runninn upp síðasti dagurinn til að skrá sig í greinar á mótinu.

Hver og einn – eða forráðafólk viðkomandi - skráir sig á mótið. Fyrst þarf að greiða þátttökugjald og fyrst þá er hægt að velja greinar. Hægt er að velja eins margar greinar og viðkomandi langar til að taka þátt í.

Í lok skráningar er spurt hvort viðkomandi er í liði eða ekki. Þá er annað hvort skráð nafn á liði eða skráð að viðkomandi án liðs og er þátttakandi þá settur í lið sem jafnöldrum sínum.

Ef liðið er aðeins hálft er hægt að segja frá því í lok skráningar á Unglingalandsmót UMFÍ.

Opið er fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ til miðnættis í kvöld, mánudaginn 31. júlí.

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ