Ásmundur Einar heimsækir þjónustumiðstöð UMFÍ
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, heimsóttu þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík í dag. Þar ræddu þau málin við Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, Jóhann Steinar Ingimundarson, varaformann UMFÍ og starfsfólk. Auðvitað var brugðið á leik í tilefni dagsins.
Tilefni heimsóknarinnar er að kjördæmadagar eru á Alþingi 9.-10. febrúar og nýta þingmenn þá til að vera í sambandi við kjósendur, sveitarstjórnarfólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri í sínu kjördæmi.
Ásmundur þekkir afar vel til ungmennafélagshreyfingarinnar enda mætt með börn sín á Unglingalandsmót UMFÍ og verið liðsstjóri á mótinu.
Ásmundur og Sóley ræddu og fræddust um íþróttahreyfinguna ásamt því að velta málum upp sem framundan eru og gagnast hreyfingunni.
Hér má sjá nokkrar myndir úr heimsókninni.