Atvik í Reykjaskóla
Í síðustu viku kom upp atvik í kennslustund í Skólabúðunum í Reykjaskóla þar sem nemendur í 7. bekk dvöldu.
UMFÍ hefur í samráði við skólann sem um ræðir unnið að því að draga fram skýra mynd af því sem átti sér stað í kennslustundinni. Af þeim upplýsingum sem nú liggja er ljóst að það sem fram fór var ekki í samræmi við kennsluáætlun eða þær áherslur sem ungmennafélagshreyfingin hefur að leiðarljósi í sínu starfi.
Í framhaldi af samtölum við kennara í umræddum skóla var rætt við leiðbeinandann og í kjölfarið var viðbragðsáætlun virkjuð. UMFÍ vinnur málið eftir samræmdum verkferlum samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Í samræmi við áætlunina var viðkomandi leiðbeinandi látinn yfirgefa svæðið og hefur hann látið af störfum hjá Skólabúðum UMFÍ.
UMFÍ hefur verið í samskiptum við skólastjórnendur og viðkomandi sveitarfélög og unnið málið með þeim áfram.