Fara á efnissvæði
27. janúar 2023

Auglýst eftir rekstrarstjóra UMSK

Stjórn Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) auglýsir eftir öflugum starfsmanni til að stýra rekstri og verkefnum sambandsins. Starfsmaðurinn hefur umsjón með áætlanagerð, daglegri stjórnun og rekstri UMSK, samskipti við aðildarfélög, starfsfólk sveitarfélaga og hagsmunaaðila innan íþróttahreyfingarinnar.

Starfssvæði UMSK er í Kraganum svokallaða og nær yfir öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu nema Hafnarfjörð. Á meðal aðildarfélaga UMSK eru Ungmennafélagið Stjarnan í Garðabæ, Breiðablik, Gerpla og HK í Kópavogi, Afturelding í Mosfellsbæ, Grótta á Seltjarnarnesi og mörg fleiri.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar næstkomandi.

 

 

Tekið er fram í auglýsingu sem birtist um starfið í vikunni að um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir einstakling sem er nákvæmur í vinnubrögðum, býr yfir afbragðs færni í mannlegum samskiptum og góðri skipulagshæfni. Leitað er eftir áhugasömum og jákvæðum einstaklingi sem sýnir frumkvæði og getur starfað sjálfstætt sem og í teymum. Framundan er uppbygging og eftirfylgni með stefnumótun sambandsins sem starfsmaðurinn mun taka virkan þátt í.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfsmaðurinn hefur umsjón með áætlanagerð, daglegri stjórnun og rekstri samtakana í samvinnu við stjórn UMSK ásamt samskiptum við aðildarfélög, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila innan íþróttahreyfingarinnar. Starfsstöð rekstrarstjóra er í Laugardal, nánar tiltekið í húsakynnum Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Engjavegi 6, 104 Reykjavík

 

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða marktæk starfsreynsla

Afbragðs færni í samskiptum, jákvætt viðmót og skipulagshæfni.

Góð færni í framsetningu og upplýsingamiðlun talaðs og ritaðs máls.

Góð almenn tölvukunnátta.

Lausnamiðuð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.

Ritfærni og góð kunnátta í íslensku og ensku. Kostur er að hafa ritfærni og kunnáttu í einu Norðurlandamáli.

 

Við ráðningu verður jafnframt tekið mið af reynslu og þekkingu á:

Með umsókn fylgi staðfesting á menntun umsækjanda.

Rekstrarstjóri þarf að uppfylla kröfur 16. gr. íþróttalaga og verður gerð krafa um að framvísað sé nýju sakavottorði.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 31 janúar  n.k.  Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um.

 

Upplýsingar veitir formaður UMSK, Guðmundur Sigurbergsson í síma 861 5757 eða á netfangið formadur@umsk.is

Auglýsing á www.alfred.is