Fara á efnissvæði
25. september 2020

Auknar ráðstafanir í íþróttahúsum á höfuðborgarsvæðinu

Áhorfendur eru óheimilir á leiki og æfingar barna og þess óskað að foreldrar og forráðamenn séu ekki viðstödd æfingar og frístundastarf barnanna.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins sendi fulltrúum sveitarfélaga í dag. Í bréfinu segir að þriðja bylgjan í COVID-19 faraldrinum hafi hafist með hvelli í síðustu viku og smitum fjölgað mikið.

Bent er á að frá 14. september hafa alls komið upp 398 smit. Af þeim 354 (87%) smit á höfuðborgarsvæðinu. Þann 14. september voru 62 einstaklingar í einangrun og 400 í sóttkví. Þessar tölur hafa hækkað gífurlega og eru nú 400 í einangrun og 2.362 í sóttkví.

Staðan er sögð alvarleg. Á sama tíma sé allt kapp lagt á að tryggja að skóla- og tómstundastarf barna og þar með talið íþróttastarf haldi óskert. Til að svo megi vera í þessari bylgju þurfi að grípa til aukinna ráðstafana sem eigi að gilda til 5. október.

Þá segir í bréfinu að vegna alvarleika málsins og fjölda smita hafi verið ákveðið á vikulegum fundi með stjórnendum íþróttastarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í gær (fimmtudaginn 24. september), að hafa aukna aðgát í íþróttahúsnæði sveitarfélaganna.

Ráðstafanir sem gripið verður til utan hefðbundnar sóttvarnir eru eftirfarandi:

Fundar er reglulega með stjórnendum íþróttastarfs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að samræma verklag, miðla reynslu og upplýsingum milli aðila. Ákvarðanir um næstu skref verða teknar með þessum aðilum og næsti fundur er fyrirhugaður fimmtudaginn 1. október og verða þær senda viðkomandi.

„Við höfum fullan skilning á því að allir séu orðnir langþreyttir á þessum takmörkunum á umgengni og notkun mannvirkja en við verðum að þrauka og standa saman vörð um skólasamfélagið og ungviðin og gera allt sem í okkar valdi stendur til að þeirra starfsemi verði fyrir sem minnstri röskun,‟ segir í bréfinu, sem undirritað er af Jóni Viðari Matthíassyni framkvæmdastjóra almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins.

 

Hér að neðan má sjá bréfið frá Almannavörnum höfuðborgarsvæðisins.