Fara á efnissvæði
02. október 2020

Austfirðingar gæti sín á höfuðborgarsvæðinu

Almannavarnir á Austurlandi vekja athygli á þeirri bylgju smita sem risið hefur á höfuðborgarsvæðinu og virðist lítið lát á. Hún hvetur því alla þá sem ferðast til höfuðborgarsvæðisins að gæta sérstaklega að sér og þá sem þaðan koma  til að gera slíkt hið sama.

Þá hvetja yfirvöld til almennrar aðgæslu inn á svæðinu og að gæta verði að mörkum, gætt að fjarlægð, handþvotti og sprittnotkun til að forðast smit og smita ekki þá sem fólk á í daglegum samskiptum við.

Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa mælst til þess í skugga bylgju smita, að foreldrar og forráðamenn barna fylgist ekki með æfingum þeirra.

 

Sjá: Foreldrar verði ekki viðstaddir æfingar barna