Fara á efnissvæði
29. október 2024

Bandaríkjamenn horfa til Íslands

Forsvarsfólk frá Washington-ríki í Bandaríkjunum kom hingað til lands á dögunum til að kynna sér íslenska forvarnarmódelið. Hópurinn heimsótti sveitarfélög og opinbera aðila hér á landi. ÍSÍ og UMFÍ tóku á móti hópnum og fengu gestirnir fræðslu frá Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, og Ragnhildi Skúladóttur hjá ÍSÍ, þær fræddu gestina um skipulag íþróttamála á Íslandi, frístundastyrki og fleira tengt íþróttaiðkun og heilbrigðum lífsstíl. 

Hópar ættbálka í Washington-ríki hafa barist gegn aukinni notkun ópíóða í röðum ungmenna og horfa til þess að íslenska forvarnarmódelið nýtist í þeirri baráttu. Þetta var í annað sinn sem hópurinn kemur í formlega heimsókn til Íslands. Á meðal þess sem hópurinn kynnti sér hér var samspil fjölskyldu, skóla og stjórnvalda og aðgerðir til að hvetja til heilbrigðari lífsstíls. 

Í bandaríska netmiðlinum The Washington State Standard segir um verkefni ættbálkanna að horft sé til árangurs Íslands í forvarnarmálum. Hér hafi tekist að draga úr áfengisneyslu 15-16 ára ungmenna og hún farið úr 42% niður í 6% á 20 árum. 

Haft er eftir Nick Lewis, forsvarsmanni Lummi-ættbálksins og formanni heilbrigðisráðs Norðvestur-Portlands, að ekkert annað verkefni hafi náð viðlíka árangri á heimsvísu. 

Hópurinn nefnir módelið sitt: Forvarnarmódel Washington. Að því standa fimm ættbálkar, sem munu með stofnunum vinna með Planet Youth