Breyttar tímasetningar í blaki og körfubolta
Velkomin á Unglingalandsmót UMFÍ
Nú er fyrsti dagur Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki runninn upp. Mikil aðsókn er í grasblak og körfubolta á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki. Af þeim sökum hefjast leikar í þeim greinum klukkan 8:00 í stað 9:00 á morgun, föstudag.
Breyttar tímasetningar eiga við um keppni í körfubolta 15 - 16 ára og 17 - 18 ára og í grasblaki 13 - 14 ára.
Við viljum jafnframt vekja athygli fólks á að fylgjast vel með dagskrá mótsins og mögulegum öðrum breytingum á tímasetningum.
Mikilvægt er að skoða upplýsingar um liðsskráningar en þar breytast tímasetningar og leikjauppröðun.
Dagskrá mótsins
Heildardagskrá Unglingalandsmóts UMFÍ 2023
Þjónustumiðstöð mótsins opnar klukkan 15:00 í dag. Hún er í Árskóla, sem er við hliðina á íþróttavellinum á Sauðárkróki. Mótsgestir mæta þar og fá afhend mótsgögn. Inni í þátttökugjaldi mótsins er aðgangur að dvöl á tjaldsvæðinu fyrir alla fjölskylduna alla verslunarmannahelgina. Aðeins þarf að greiða aukalega fyrir rafmagn.
Á tjaldsvæðinu eru nóg af rafmagni fyrir mótsgesti og hleðslustöðvar fyrir mótsgesti sem eru á rafbílum.