02. ágúst 2024
Búið að merkja keppnisbraut í hjólreiðum
Keppni í fjallahjólreiðum fer fram á sunnudag. Keppnisstjóri og aðrir sjálfboðaliðar hafa lokið við að merkja keppnisbrautina að mestu. Mark verður á akvegi.
Keppendur geta skoðað leiðina hér á myndunum.
Keppnin fer fram í Einkunnum, sem er rétt ofan við tjaldsvæðið á Kárasötðum. Keppendur þurfa að mæta eigi síðar en hálftíma fyrir ræsingu og fá öryggisvesti og tímaflögu.
Viðburðurinn er XC, hringurinn er 1 km, hjólað er réttsælis og fer leiðin í gegnum skóg og eftir stíg.
Yngri flokkur (11 - 14 ára) hjólar þrjá hringi.
Eldri flokkur (15 - 18 ára) hjólar fimm hringi.
Ræsing
- Kl. 11:00 Yngri flokkur. Stelpur og strákar
- Kl. 12:00. Eldri flokkur. Stelpur og strákar
ALDURS- OG KYNJAFLOKKAR
- Stelpur 11 - 14 ára
- Strákar 11 - 14 ára
- Stelpur 15 - 18 ára
- Strákar 15 - 18 ára
KEPPNISFYRIRKOMULAG / REGLUR
- Keppendur eru á eigin ábyrgð í keppninni.
- Allir keppendur fá afhent öryggisvesti með númeri og verða að hjóla í því allan tímann með númer vel sýnilegt.
- Keppendur skulu ávallt sýna ýtrustu varúðar þegar farið er framúr öðrum keppanda.
- Allir keppendur eiga að nota reiðhjólahjálm á meðan á keppni stendur.
- Reiðhjólið skal hafa fram- og aftur bremsur í lagi auk annars öryggisbúnaðar.
- Hjóla þarf alla leiðina á sama hjóli. Keppandi má þó skipta um einstaka hluti, ss. dekk, slöngur og gjarðir ef á þarf að halda.
- Utanaðkomandi aðstoð er ekki leyfð.
- Öll venjuleg reiðhjól eru leyfileg í keppninni, en gæta skal að því að búnaður þess, s.s. standari, bögglaberi, bretti o.s.frv. séu vel fest, svo að búnaðurinn setji ekki aðra keppendur í hættu.
- Hjólið skal drifið af mannafli, en ekki raforku, eða hreyflum.
- Keppandi má ekki með hegðun sinni stofna öðrum keppendum eða vegfarendum í hættu. Keppendur skulu ávallt sýna af sér íþróttamannslega hegðun.
- Ef aftasti keppandi er hringaður af fremsta/stu keppenda/um ber honum að víkja við fyrsta örugga tækifæri.
- Við brot á ofangreindum reglum má vísa keppanda úr keppni.