Dagatal um COVID-faraldurinn
COVID-faraldurinn hefur sett mark sitt á allt íþróttastarf á Íslandi. Vinnumálastofnun opnaði fyrir umsóknir fyrir endurgreiðslu launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum faraldursins. Með lögum um endurgreiðslu er stuðlað að því að íþróttafélög geti hafið óbreytta starfsemi að nýju eftir að þeim var gert að fella niður starfsemi á tilteknu tímabili, að hluta eða jafnvel öllu leyti vegna opinberra sóttvarnararráðstafanna.
Lög um endurgreiðslu launakostnaðar og verktakagreiðslna taka til greiðslna vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna íþróttafélaga, sem hófu störf fyrir 1. október 2020 og vegna félaga sem þurftu að fella niður starfsemi tímabundið, að hluta eða öllu leyti, vegna opinberra sóttvarnarráðstafana á tímabilinu 1. október 2020 til og með 30. júní 2021.
Umsóknir um greiðslur skulu berast Vinnumálastofnun fyrir 30. september 2021. Eftir það fellur réttur til greiðslu niður.
Hér að neðan má sjá dagsetningar sem hægt er að styðjast við þegar umsóknir eru gerðar.
Dagsetningar
6. mars: Fyrsta smit COVID-19 staðfest á Íslandi. Neyðarstigi lýst yfir á Íslandi.
11. mars: WHO skilgreinir útbreiðslu COVID-19 sem heimsfaraldur.
12. mars UMSB heldur ársþing í Logalandi. Eftir það er öllum þingum frestað um óákveðinn tíma.
13. mars Tilkynnt um samkomubann frá 15. mars. Ljóst að endurskoða þarf og takmarka starfsemi íþróttafélaga. Reglulegir stöðufundir sérsambanda ÍSÍ og UMFÍ með mennta- og menningarmálaráðherra.
15. mars Samkomubann tekur gildi Landlæknir, sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra telja líkur á að íþróttastarf fyrir leik- og grunnskólabörn íþrótta- og ungmennafélaga geti hafist á ný mánudaginn 23. mars. Íþróttaiðkun framhaldsskólanema og fullorðinna er talin heimil að uppfylltum ströngum skilyrðum, s.s. að ekki séu fleiri en 100 einstaklingar inni í sama rými, hvort heldur er innan- eða utandyra
17. mars Frestur til að skila inn starfsskýrslum í Felix lengdur til 1. júní.
18. mars Íþrótta- og æskulýðssamtök funda með mennta- og menningarmálaráðherra. Leikmenn félaga hvetja aðra til að æfa sig og senda inn vídeó af heimaæfingum.
20. mars Allt íþróttastarf fellur niður. Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, mælist til þess að hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Skipuleggjendur íþróttastarfs eru hvattir til að halda uppi félagsstarfi með því að nýta sér tæknina til að halda utan um sína hópa, vera í sambandi við iðkendur og hvetja þá til virkni og hreyfingar.
20. mars Alþingi samþykkir frumvarp félags- og barnamálaráðherra um rétt til greiðslu hlutagreiðslna vegna minnkaðs starfshlutfalls.
21. mars Ríkið styrkir íþróttahreyfinguna Mennta- og menningarmálaráðherra bætir 750 milljónum króna við fjárveitingar 2020 í menningarverkefni og stuðning við íþróttastarf. Til viðbótar er 400 milljónum bætt við sem verja á í rannsóknartengd verkefni.
22. mars Hertar takmarkanir á samkomum – mörkin sett við 20 manns í stað 100.
25. mars Frumvarpi um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu útbýtt á Alþingi. Í frumvarpinu eru 750 milljónir króna eyrnamerktar m.a. íþróttastarfi. Vinnuhópur íþróttahreyfingarinnar settur á laggirnar.
30. mars Alþingi samþykkir sérstakt tímabundið fjárfestingarátak Í meðförum málsins hefur fjárlaganefnd hækkað framlagið upp í einn milljarð, m.a. til íþróttastarfs.
3. apríl Tilmæli vegna æfingagjalda. ÍSÍ og UMFÍ leita ráðgjafar vegna fyrirspurna um endurgreiðslu æfingagjalda. Ábyrgð og ákvörðun um tilhögun og ráðstöfun þeirra er á forræði aðildarfélaganna sjálfra og/eða deilda. Mælt er með því að félögin haldi áfram að þjónusta iðkendur sína með fjar- og heimaæfingum en að æfingatímabilið verði lengt eða boðið upp á aukaæfingar og/eða námskeið.
6. apríl: Samkomubann tekur gildi. Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni lokað til 4. maí.
12. dapríl: Tilmæli um endurgreiðslu æfingagjalda.
21. apríl: Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar kynntur: Viðbótarframlag vegna tómstundastarfs barna allt að 50 þúsund krónum á barn, samtals 600 milljónir króna, til fjölskyldna með tekjur og bætur undir 740 þúsund krónum á mánuði. Aðgerðin komst í framkvæmd um haustið.
28. apríl: Ákveðið að fresta Landsmóti UMFÍ 50+ og Íþróttaveislu UMFÍ um eitt ár.
2. maí: Eysteinn Pétur Lárusson frá Breiðabliki, Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari og þjálfari hjá Val, ræða íþróttastarfið á fundi Almannavarna.
4. maí: Takmarkanir á fjölda barna og ungmenna í íþróttastarfi falla niður.
19. maí: ÍSÍ greiðir tæpar 300 milljónir króna til íþrótta- og ungmennafélaga.
22. maí: Fjöldatakmarkanir víkkaðar úr 50 manns í 200.
27. maí: Stjórnendur íþróttafélaga sækja um sértæka styrki vegna fjárhagslegs tjóns af völdum kórónaveirunnar.
9. júlí: Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi frestað um eitt ár.
31. júlí: Skylt að hafa 2 metra á milli einstaklinga og 100 manna hámark. Hlé á æfingum og keppnum með snertingu.
12. ágúst: Snertingar heimilaðar í íþróttum. Áfram er miðað við 100 manna hámarksfjölda.
17. ágúst: Ákveðið að ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði verði haldin 16.-18. september á Laugarvatni.
20. ágúst: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, saman í vinnuhópi á samráðsfundinum Að lifa með veirunni.
25. ágúst: Allar íþróttir leyfðar.
27. ágúst: UÍA heldur sambandsþing á Teams.
2. september: Ákveðið að færa ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur.
3. september: ÍSÍ tilkynnir um greiðslu rúmra 150 milljóna króna til íþróttahreyfingarinnar vegna tekjutaps af völdum viðburða sem fóru ekki fram.
4. september: Stjórn UMFÍ hvetur ríki og sveitarfélög til að styðja við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf.
7. september: 1 metra nándarmörk í stað 2 metra. 200 manns leyft að koma saman í stað 100.
10. september: Borgarráð samþykkir tillögu borgarstjóra um að veita íþrótta- og æskulýðsfélögum í Reykjavík sérstakan stuðning upp á 135 milljónir króna vegna tekjutaps af völdum COVID-19.
14. september: Smitum fjölgar, fleiri fara í sóttkví.
17. september: Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fer fram í Hörpu. HSK heldur þing sem hafði verið frestað frá vori.
26. september: Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins segir að í skugga þess að 389 smit hafi greinst (87% þeirra á höfuðborgarsvæðinu) hafi verið ákveðið að banna áhorfendur á leikjum og íþróttaæfingum barna á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar og forráðamenn fá ekki að vera viðstaddir æfingar og frístundastarf barna.
28. september: Íþróttir leyfðar. Hámarksfjöldi áhorfenda 200 í rými.
4. október: Aðgerðir hertar. Áhorfendur ekki leyfðir á íþróttaleikjum, Eins metra nándartakmörkun í búningsklefum.
7. október: Heilbrigðisráðherra felst á enn harðari samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu. Íþróttir og líkamsrækt innandyra óheimilar, íþróttir utandyra leyfðar en aðeins 20 einstaklingar í hverju rými og sundlaugar loka.
8. október: Almannavarnir og sóttvarnalæknir mælast til þess að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppnum frá 8. til 19. október.
16. október: Hertari reglur um íþróttastarf á höfuðborgarsvæði en utan þess.
20. október: Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins lætur loka íþróttamannvirkjum og sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Íþróttakennsla leyfð utandyra
21. október: Æfingar meistaraflokka og afreksíþróttafólks leyfðar á höfuðborgarsvæðinu.
29. október: 43. Sambandsráðsfundur UMFÍ fer fram á Teams.
30. október: Íþróttastarf fellur niður og sundlaugar loka um allt land til 17. nóvember.
31. október: Ríkisstjórn Íslands samþykktir tillögu Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, og Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um að ráðast í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélög landsins.
18. nóvember Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum heimilt á ný bæði inni og úti. Slakað á grímuskyuldu yngstu barna og kennara þeirra. Sundlaugar enn lokaðar og íþróttir fullorðinna liggja enn niðri. Opnað fyrir umsóknir á sérstkökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn frá tekjulágum heimilum.
1. desember Engar breytingar gerðar á samkomutakmörkunum. Íþróttastarf barna enn heimilt úti og inni.
2. desember Frumvarp um stuðning við launakostnað íþróttafélaga útbýtt á Alþingi.
10. desember Afreksíþróttafólk og iðkendur í efstu deildum sérsambanda ÍSÍ fá að æfa með og án snertingar. Ungmenni fá enn ekki að æfa.
15. desember Stjórn Íslenskra getrauna ákveður að úthluta 50,3 milljónum króna til afreksdeilda í knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik. Að auki ákveðið að úthluta 10 milljónum til söluhæstu félaganna.
18. desember Frumvarp til laga um greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðsla vegna COVID-faraldursins samþykkt á Alþingi.
2021
13. janúar Íþróttaæfingar og annað starfa barna og fullorðinna heimilað á nýju með og á snertingar að uppfylltum skilyrðum. Leyft að keppa í íþróttum án áhorfenda.
18. janúar Stjórnvöld tilkynna að þau ætli að úthluta 50 milljónum króna til sértækra aðgerað til að styðja við starf æskulýðsfélaga sem raskast hefur verulega vegna afleiðinga sóttvarnaráðstafana.
29. janúar Vinnumálastofnun opnar fyrir umsóknir vegna endurgreiðslu launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum COVID-faraldursins. UMFÍ hvetur sambandsaðila og aðildarfélög til að kynna sér málið og nýta sér úrræðið.