Dagskráin klár fyrir ráðstefnuna: „Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?
Hún er glæsileg dagskráin á ráðstefnunni „Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?“. Ráðstefnan verður haldin í HR í tengslum við Reykjavik International Games 2019. Að henni standa Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR), Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), Reykjavíkurborg, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskólinn í Reykjavík og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) fyrir ráðstefnu og málstofu um íþróttir og ofbeldi.
Ráðstefnan fer fram miðvikudaginn 30. janúar. Vinnustofur um sama málefni verða daginn eftir, fimmtudaginn 31. janúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Á ráðstefnunni munu innlendir og erlendir fyrirlesarar leitast við að svara spurningunni. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur ráðstefnuna. Á eftir fylgja fjölmörg erindi.
Á meðal erlendu fyrirlesaranna eru dr. Colin Harris, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta hjá Chelsea, sundkonan Karen Leach frá Írlandi og dr. Sandra Kirby, prófessor Emerita í Háskólanum í Winnipeg í Kanada.
Þetta er aðeins brot af fyrirlesurunum.
Það er enginn önnur en Edda Sif Pálsdóttir sem stýrir umræðum í pallborði undir lok fyrsta dagsins.
Nánari upplýsingar á https://www.rig.is/radstefna
Miðasala hér https://tix.is/…/eru-i-rottir-leikvangur-ofbeldis-vinnum-g…/
Dagskráin er hér og má sjá að hún er mjög flott og gagnleg fyrir alla stjórnendur í ungmenna- og íþróttahreyfingunni.