Dagurinn byrjar með körfubolta og knattspyrnu
Föstudagurinn 4. ágúst verður frábær. Hann hófst klukkan 9:00 í morgun með keppni í körfu og fótbolta klukkan 9:00. Klukkan 10 hófst svo keppni í frjálsum og þrekmóti UÍA.
Síðar í dag verður keppt í fjallahjólreiðum, glímu og skotfimi.
Margt fleira skemmtilegt er í boði í dag. Þar á meðal er minigolf fyrir alla, ringó, kennsla í boccía, ringó og frisbí.
Setning Unglingalandsmótsins
Unglingalandsmót UMFÍ verður sett við hátíðlega athöfn á Vilhjálmsvelli klukkan 20:00 í kvöld.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, verða viðstaddir setningu Unglingalandsmótsins ásamt stjórn UMFÍ, styrktaraðilum UMFÍ og vinum og velunnurum ásamt mótsgestum. Við setninguna koma fram danski fimleikahópurinn Motus Teeterboard og söngvarinn Aron Hannes.
Mótssetningin verður með hefðbundnum hætti. Þar munu allir keppendur ganga fylktu liði völlinn á enda og Landsmótseldurinn tendraður.
Óskað er eftir því að allir keppendur mæti á setninguna klukkan 19:30 (á æfingasvæðið við hlið aðalvallarins).
Kvöldvakan í kvöld
Kvöldvökur eru öll kvöldin á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina. Kvöldvökurnar verða í tónleikatjaldi við íþróttamiðstöðina. Föstudaginn 4. ágúst koma fram Aron Hannes, Anya Hrund og hljómsveitin Amabadama. Á meðal annarra sem koma fram næstu kvöldin eru Úlfur Úlfur, Hildur, Jón Jónsson og margir fleiri.
Fleiri myndir frá Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum má sjá í myndasafni.