Fara á efnissvæði
15. október 2025

Ekki gleyma að senda inn umsókn!

Við minnum á að í dag er síðasti séns til að senda inn umsóknir í tvo sjóði. Sjóðirnir eru Hvatasjóður og Æskulýðssjóður. Umsóknarfrestur í Lýðheilsusjóð er til 30. október og í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ er til 1. nóvermber. 
 

Hvatasjóður

Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar – sem styrkir verkefni sem stuðla að útbreiðslu íþróttastarfs og þátttöku allra barna. Sérstök áhersla er á verkefni sem tengjast börnum með fatlanir, börnum frá tekjulægri heimilum og börnum með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn.

Allt um Hvatasjóð hér.

Æskulýðssjóður

Æskulýðssjóður styrkir verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Allt um Æskulýðssjóð hér.

Lýðheilsusjóður

Hlutverk Lýðheilsusjóðs er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Styrkir eru veittir til verkefna og afmarkaðra hagnýtra rannsókna. Umsóknarfrestur er til 30. október. 

Allt um Lýðheilsusjóð hér. 

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ

Opið er fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Sjóðurinn styrkir verkefni sem tengjast félags- og íþróttastarfi ungmennafélagshreyfingarinnar, svo sem með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi.

Tveir umsóknarfrestir eru í sjóðinn á hverju ári. Sá fyrri er frá 1. apríl til 1. maí og sá seinni frá 1. október til 1. nóvember. 

Allt um Fræðslu- og verkefnasjóð hér.