Fara á efnissvæði
17. mars 2024

Ert þú nýi bókari UMFÍ?

UMFÍ leitar eftir reyndum og öflugum bókara í 50-75% starf í okkar frábæra starfsmannateymi. Möguleiki er á 100% starfshlutfalli með öðrum verkefnum sem falla ekki undir störf bókara.  

UMFÍ er fjölskylduvænn, skemmtilegur og fjölbreyttur vinnustaður sem leggur áherslu á samstarf, bæði innan sem utan hreyfingar.  Starfsemi UMFÍ er fjölþætt. UMFÍ starfrækir sem dæmi Skólabúðir á Reykjum í Hrútafirði, skipuleggur og heldur ýmisskonar íþróttaviðburði eins og Unglinglandsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50+, auk fleiri viðburða og sinnir þjónustu við sambandsaðila. Auk þess standa samtökin fyrir fjölda annarra verkefna með beinum eða óbeinum hætti.  

 

Starfið í hnotskurn: 

  • Almenn bókhaldsstörf  
  • Skráning og bókun reikninga 
  • Launavinnsla  
  • Reikningagerð og innheimta  
  • Uppgjör, ársreikningagerð og rekstrargreiningar til stjórnenda 
  • Skil á opinberum gjöldum  
  • Önnur tilfallandi verkefni 

 

Nauðsynlegur bakgrunnur:  

  • Menntun, þekking og reynsla sem nýtist í starfi 
  • Þekking á bókhaldskerfum er nauðsynleg 
  • Góð greiningahæfni og þekking á Excel 
  • Fagleg vinnubrögð og hæfni í mannlegum samskiptum  
  • Frumkvæði og jákvætt viðhorf til breytinga 
  • Hreint sakavottorð í samræmi við íþróttalög 

 

Um er að ræða 50-75% starf með möguleika á fullu starfi.   

Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2024.  

Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. 

Ertu með spurningar?

Þú getur sent allar spurningar á Einar Þorvald, fjármálastjóra á netfangið einar@umfi.is 

 

Þú sækir um á Alfred.is