Fara á efnissvæði
14. maí 2025

Ertu búin/n að skila inn umsókn í Hvatasjóð?

Minnt er á að opið er fyrir umsóknir í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar.

Hvatasjóðurinn styrkir verkefni sem stuðla að útbreiðslu íþróttastarfs og þátttöku allra barna, með sérstakri áherslu á börn með fatlanir, frá tekjulægri heimilum og með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn.

Þetta er nýr sjóður sem settur var á laggirnar og opnað fyrir umsóknir í hann í fyrsta sinn í byrjun árs. Fyrir skemmstu var opnað fyrir umsóknir í hann í annað sinn á árinu og rennur frestur út til að senda inn umsókn í sjóðinn á miðnætti 20. maí næstkomandi.

 

Rétt til að sækja um styrki hafa:

  • íþróttahéruð innan ÍSÍ og UMFÍ,
  • íþróttafélög og deildir þeirra og
  • sérsambönd í samstarfi við hérað, félög eða deildir.

Hvatasjóðurinn er nýr sjóður á vegum ÍSÍ og UMFÍ með stuðningi frá Mennta- og barnamálaráðuneyti.

Allar upplýsingar og umsóknarform má finna hér að neðan:

 

Umsóknir og upplýsingar