Fara á efnissvæði
09. febrúar 2021

Félagsmálaráðuneytið styður alla sem vilja vera með

„Við styðjum allt sem skilar sér beint út í grasrótarstarfið. Þjálfari sem þarf aðstoðarþjálfara fyrir iðkanda með sérþarfir getur sótt um styrk og líka allir aðrir sem eru með góðar hugmyndir,“ segir Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Íþróttasambands fatlaðra.

Hún er tengiliður Félagsmálaráðuneytis og verkefnisins Tækifæri í íþróttastarfi sem ætlað er að styrkja íþróttastarf fatlaðra.  Tækifærin í íþróttastarfi geta falist í verkefnum sem stuðla að auknu jafnrétti, vitundarvakningu og virkni iðkenda með mismunandi stuðningsþarfir. Í auglýsingu fyrir styrkinn segir að áhersla sé á samstarf við íþróttafélög, skóla, sveitarfélög og aðra sem hafa áhugaverðar hugmyndir sem falla að markmiðum verkefnisins.

Verkefnið er styrkt af Félagsmálaráðuneytinu og styður sérstaklega við aðgerðir og markmið í framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017 – 2021.

Anna Karólína segir alla geta sótt um styrki vegna verkefna, bæði aðildarfélög ÍF sem almenn íþróttafélög sem vilja veita öllum tækifæri til þátttöku.

„Segjum að héraðssamband úti á landi sé með góða hugmynd t.d. að koma á fót æfingaprógrammi sem aðlagað er að þátttöku allra og snýr að því að virkja barn sem. hætti að mæta vegna skorts á aðstoð. Þetta getur haft áhrif  út á við og kannski kemur í ljós að fleiri börn eru í sömu sporum og vilja mæta en falla ekki inn í æfingaskipulagið. Oft er nóg að breyta hugarfari þjálfara og aðlaga æfingar en stundum þarf að fá aðstoðarþjálfara, aðalmálið er að leita lausna og virkja öll börn.

„Ef hugmyndin er praktískt og skilar sér í starfinu þá er um  að gera og sækja um,“ segir Anna Karólína.

 

Umsókn ásamt fylgigögnum ef eru, skal skilað til IF fyrir 20. febrúar 2021umsóknareyðublaðið má nálgast hér fyrir neðan

Íþróttasamband fatlaðra, Íþróttamiðstöðin Laugardal  s 5144080

Netfang if@ifsport.is  cc annak@ifsport.is

Svör verða staðfest til umsækjenda fyrir 10. mars 2021

Hér er umsóknareyðublaðið