Fara á efnissvæði
24. október 2017

Fjölbreytt námskeið fyrir þitt fólk

Á heimasíðu UMFÍ er að finna upplýsingar um námskeið sem sambandsaðilum UMFÍ standa til boða endurgjaldslaust. Námskeiðin heita Sýndu hvað í þér býr – félagsmálanámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Verndum þau – birtingamyndir og eðli ofbeldis og vanrækslu gegn börnum og ungmennum. Einelti og önnur óæskileg hegðun – einelti, forvarnir og úrvinnsla eineltismála og hatursorðræða á netinu. Kompás – handbók sem inniheldur fjölbreytt leikjasafn tengt mannréttindum.

Fimmtudaginn 19. október sátu ungmennaráð Fljótdalshéraðs og Fjarðabyggðar námskeiðið Sýndu hvað í þér býr. Þátttakendum þótti námskeiðið fróðlegt, skemmtilegt og flestir voru sammála um að námskeiðið ætti að vera árlegur viðburður fyrir meðlimi ungmennaráða.

Í dag sitja nemendur í 9. og 10. bekk Lýsuhólsskóla á Snæfellsnesi námskeiðið og óskar UMFÍ þeim góðrar skemmtunar. Sem fyrr er það Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ sem sér um kennslu á námskeiðinu.

 

Vantar þig frekari upplýsingar?

Ef þú ert með einhverjar spurningar þá hvetur UMFÍ þig til þess að hafa samband við þjónustumiðstöð UMFÍ. Sími 568 2929. Heimilisfang Sigtún 42, 105 Reykjavík.