Fara á efnissvæði
07. ágúst 2024

Folf mót Ungmennaráðs

Skemmti Folf mót

Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir Skemmtifolfmóti fimmtudaginn 8. ágúst kl. 18:00 á Hvanneyri. Öll ungmenni á aldrinum 15 ára og eldri eru velkomin. Að loknu spili er stefnt að því að grilla pylsur og skella sér svo í sund í Hreppslaug. Viðburðurinn er ókeypis en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér

Hvað er folf?

Folf er spilað líkt og hefðbundið golf nema með frisbídiskum. Köstin eru talin sem tekur að koma disknum í rétta körfu og er takmarkið að fara allar brautir í sem fæstum köstum. Mótið okkar fer fram með Texas Scramble hætti. Tveir og tveir eru saman í liði og kasta báðir liðsfélagar folfdiskum. Betra kastið er aðeins valið. Í næstu umferð er kastað frá þeim stað sem diskurinn sem var valinn lenti. Á Hvanneyri er glæsilegur níu holu völlur sem gaman er prófa. 

Allt eins og hentar hverjum og einum

Ekkert mál er að taka aðeins þátt í folfinu og/eða mæta aðeins í sund. Hver og einn hefur dagskránna eins og þeim hentar best. Boðið er uppá far frá þjónustumiðstöð UMFÍ frá Engjavegi 6 í Reykjavík til Hvanneyrar á viðburðinn og til baka í Laugardalinn. Einnig er hægt að stoppa við göngin fyrir ungmenni frá Akranesi ef þess er óskað.

Þátttakendur eru hvattir til þess að koma sjálfir með folfdiska fyrir sig, en við verðum með nokkra diska til þess að lána. Athygli er vakin á því að viðburðurinn er með öllu vímuefnalaus.

Sjá viðburðinn á Facebook. 

Skrá mig til þátttöku.