Forsetahlaup
Forsetahlaup UMFÍ
Forsetahlaup UMFÍ fer fram laugardaginn 2. september á Patreksfirði. Viðburðurinn er árlegur fjölskylduviðburður sem haldin er á mismunandi stöðum á landinu. Hver og einn velur sér hlaupavegalengd og hleypur á sínum forsendum. Engin tímataka er á viðburðinum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson tekur þátt og velur sér hlaupalengd.
Allar helstu upplýsingar
- Hvar: Patreksfjörður
- Dagsetning: Laugardagur 2. september 2023
- Hvenær: Kl. 10:00 - 11:00
- Hlaupaleið: Lagt er af stað frá íþróttamiðstöðinni á Patreksfirði og hlaupinn er einfaldur hringur í bænum og endað á sama stað. Hlaupið er á malbiki. Vegalengdir sem í boði eru: 1 km. 2,5 km. og 5 km.
- Umsjón: Héraðssambandið Hrafna-Flóki og UMFÍ.
Fyrir hverja er viðburðurinn?
Viðburðurinn er fyrir alla fjölskylduna og eða einstaklinga þar sem tíminn skiptir ekki máli heldur er áhersla á gleði, hreyfingu og samveru - eða hinn sanna ungmennafélagsanda!
Hvernig fer viðburðurinn fram?
Lagt er af stað frá íþróttamiðstöðinni á Patreksfirði og hlaupinn er einfaldur hringur í bænum og endað á sama stað. Hlaupið er á malbiki. Vegalengdir sem í boði eru: 1 km, 2,5 km og 5 km.
Hvað kostar og hvernig fer skráning fram?
Skráning er hér á hlaup.is. Þátttökugjald er 2.000kr. fyrir 18 ára og eldri. Frítt er fyrir yngri þátttakendur.
Allir frá þátttökuverðlaun.
Hægt verður að nálgast þátttökuarmbönd milli kl. 18:00 - 19:00 á föstudeginum 1. september og frá kl. 09:00 á laugardagsmorgninum 2. september við Íþróttamiðstöðina á Patreksfirði.
Sjá viðburð á Facebook.
Hægt er að smella á myndina hérna fyrir neðan til þess að detta inn á skráningarsíðu.