Framlengja umsóknarfrest fyrir sérstaka frístundastyrki
Frestur til að sækja um sérstakan styrk fyrir börn frá tekjulægri heimilum sem eiga rétt á sérstökum íþrótta- og tómstundarstyrk á skólaárinu 2020-2021 hefur verið framlengdur til 15. apríl 2021.
Greint er frá framlenginguna á vef Félagsmálaráðuneytis.
Styrkurinn er veittur grunnskólabörnum sem fædd eru á árunum 2005-2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars – júlí árið 2020.
Styrkurinn er að hámarki 45.000 krónur fyrir hvert barn sem stundar skipulagt tómstunda- og/eða íþróttastarf undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda. Athugið að hægt er að koma með kvittanir fyrir íþrótta- og tómstundastarfi sem greitt var fyrir í upphafi skólaárs, eða frá hausti 2020.
Frekari upplýsingar er að finna á Ísland.is en þar er líka hægt að sækja um styrk.