Fundur fólksins á Akureyri um helgina
Almannaheill stendur fyrir Fundi fólksins á Akureyri í dag og á morgun. Fundur fólksins er vettvangur lýðræðislegrar umræðu um málefni fólksins í landinu. Engin aðgangseyrir er fyrir almenning.
Fundurinn er haldinn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Á fundinum munu hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar og stofnanir vera með starfsemi og þjóðþekktir einstaklingar í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði og uppákomur.
Hvers vegna?
Hátíðinni er ætlað að virkja lýðræðisþátttöku almennings og vera vettvangur allra þeirra sem vilja ræða málefni samfélagsins. Hátíðin er kjörið tækifæri til að standa fyrir málstofum, pallborðsumræðum, kynningum á ákveðnum málefnum, sýna sig og sjá aðra á þeim forsendum að það skiptir máli að raddir allra heyrast. Fundur fólksins er vettvangur fyrir þátttöku, fræðslu og umræðu. Fundur fólksins er lýðræðishátíð í anda slíkra viðburða sem hafa fest sig í sessi á hinum Norðurlöndunum undanfarin ár, s.s. Almedalsveckan á Gotlandi í Svíþjóð, Folkemødet á Bornholm í Danmörku og Arendalsuka í Noregi.
Almannaheill og UMFÍ
UMFÍ er eitt þeirra 32 félaga sem aðild eiga að Almannaheillum.
Ítarlegri upplýsingar um Fund fólksins