Gagnleg ráðstefna um íþróttir barna og stjórnun félaga
Í tengslum við Reykjavík International Games, er haldin ráðstefna um stjórnun íþróttafélaga, íþróttir barna og unglinga og þjálfun afreksíþróttafólks dagana 1. - 2. febrúar 2023.
Að ráðstefnunni standa Íþróttabandalag Reykjdavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík.
Á ráðastefnunni mun knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir flytja tvo fyrirlestra, einn á dag. Annar þeirra er um þjálfun afreksfólks og hinn um stjórnun íþróttafélaga, samfélagslega þátttöku og styrktaraðila.
Aðrir fyrirlesarar eru Vésteinn Hafsteinsson, Hafrún Kristjánsdóttir og Hákon Sverrisson auk breska íþróttasálfræðingsins Chris Harwood. Harwood er Íslendingum góðum kunnur en hann þróaði kerfið The 5C‘s, sem líkist mjög verkefninu Sýnum karakter. Hann hefur m.a. unnið með ÍSÍ og UMFÍ undir merki Sýnum karakter, ásamt Loughborough háskóla í Bretlandi, Háskólanum í Reykjavík, Knattspyrnusambandi Íslands og Fimleikasambandi Íslands að innleiðingu aðferðafræðinnar hér á landi meðal 11 til 17 ára iðkenda í tveimur íþróttafélögum.
Á meðal annarra fyrirlesara er sundþjálfarinn Brian Marshall sem flytur erindi um æskilega og óæskilega hegðun þjálfara gagnvart iðkendum og hvernig umhverfið getur hvatt fremur til æskilegrar hegðunar.
Efni ráðstefnunnar skiptist niður á tvo daga.
1. febrúar er fjallað um þjálfun afreksfólks
- febrúar er fjallað um börn og íþróttir og stjórnun íþróttafélaga
Frekari upplýsingar má finna hér: https://www.rig.is/radstefna-2023
*Allir fyrirlestrar fara fram á ensku
Hægt verður að kaupa streymi á ráðstefnuna hér: https://app.staylive.io/rigplay/conference
Athugið að vinnustofan verður ekki hluti af streymi.