Góðar æfingar í samkomubanni
Þótt samkomubann hamli æfingum þá er mikilvægt að hugsa í lausnum.
Sambandsaðilar UMFÍ eru á meðal þeirra sem horfa alltaf á björtu hliðarnar og láta ekki samkomubann standa í vegi fyrir sér. Þar á meðal eru knattspyrnudeild Breiðabliks og Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB).
Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ýtt úr vör skemmtilegum leik. Þar deilir leikmaður meistaraflokks æfingu á Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar og á Instagram-reikningi deildarinnar (breidablik_fotbolti) undir myllumerkinu #heimabliki.
Á hverjum miðvikudegi er dreginn út einn vinningshafi.
Hver þátttakandi getur sent inn mörg myndbönd af heimaæfingum og aukið líkurnar á því að vinna.
Einu skilyrðin sem sett eru fyrir þátttöku er að viðkomandi klæðist Blikafatnaði eða grænu og taki fram í hvaða flokki viðkomandi er.
Ef smellt er á myndina má sjá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, leikmanns meistaraflokks kvenna, gera sína æfingu heima hjá sér.
Engar æfingar eru hjá félögum innan UMSB nú um stundir. Þar á bæ er búið að taka upp nokkrar æfingar og fólk hvatt til að gera þær heima hjá sér.
Smelltu á myndina og sjáðu æfinguna.