Grindvíkingar í aðalhlutverki í Skinfaxa
Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarit UMFÍ, er komið út. Þetta er þriðja tölublað Skinfaxa á árinu og það allra heilbrigðasta sem kemur út um þessar mundir.
Blaðið er eins og alltaf stútfullt af áhugaverðu lesefni sem endurspeglar fjölbreytt starf UMFÍ um allt land. Blaðið er frábær vettvangur til miðlunar upplýsinga um jákvætt starf íþróttafélaga um allt land, lýðheilsu fólks á öllum aldri, stöðu íþróttamála, umhverfismál og hvað virkar og virkar ekki í íþróttum.
Á meðal efnis:
• Klara hjá UMFG: Förum tvíefld aftur til Grindavíkur.
• Verðlaunagripir eignast framhaldslíf.
• Lýsir eftir hinsegin fyrirmyndum.
• Skýrari leiðbeiningar fyrir sjálfboðaliða.
• Styrktu félög um 6,6 milljarða.
• Allt um Sambandsþing UMFÍ.
• Tók Magnús Þór uppí.
• Sjálfboðaliðar og hugmyndaauðgi.
• Ásmundur og börnin í samfélaginu.
• Hjálpaði öðrum að klára matinn.
• UMFÍ í mestum blóma.
• Tveir nýir heiðursfélagar.
• Nærmynd af fólkinu í stjórn UMFÍ.
• Ásta Katrín hjá Skógarási.
• Fresti því að fá sér fyrsta sopann.
• Sprett úr spori í Jónshlaupi.
• Klifur er nýjasta sportið á Ísafirði.
Blaðið er aðgengilegt í íþróttahúsum og sundlaugum og sent til áskrifenda. Blaðið er líka aðgengilegt á miðlum UMFÍ.
Rafræn útgáfa Skinfaxa er mjög aðgengileg og gott að lesa blaðið bæði á umfi.is og issuu.
Ef þú vilt koma einhverju á framfæri sem á erindi við íþrótta- og ungmennafélagshreyfinguna þá er um að gera og senda okkur línu á umfi@umfi.is
Þú getur líka smellt á blaðið hér að neðan og lesið það á umfi.is.