Fara á efnissvæði
17. febrúar 2020

Hægt að sækja um í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

Búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Hægt er að senda inn umsóknir í sjóðinn til 1. apríl næstkomandi.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar í ýmsum íþróttagreinum, þjálfun, félagsmálum og ýmis konar félagsstarfi.

Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

 

Dæmi um verkefni sem hafa fengið styrk

Á meðal þeirra verkefna sem sjóðurinn hefur styrkt eru kynning á samhæfðu sundi hjá Fjölni í Grafarvogi, efling íþrótta eldri borgar á vegum Breiðabliks, þjálfaramenntun og útgáfa á afmælisriti Golfklúbbs Sauðárkróks, fyrirlestur um hugarþjálfun hjá HSK, kóreógrafíunámskeið fyrir dansþjálfara og margt fleira.

Usóknarfrestir eru tveir á ári, 1. apríl og 1. október. Úthlutun fer fram sem næst 1. maí og 1. nóvember ár hvert.   

Ef þú smellir hér geturðu opnað umsóknarform sjóðsins.

Sjá nánar um sjóði UMFÍ hér.