Fara á efnissvæði
30. september 2020

Hlynur Snær í stjórn NSU

Hlynur Snær Vilhjálmsson var á dögunum kosinn í stjórn Norrænu æskulýðssamtakanna (NSU). Hlynur situr í stjórn NSU fyrir hönd Ungmennaráðs UMFÍ og tekur þar sæti Kolbrúnar Láru Kjartansdóttur, fyrrverandi formanns Ungmennaráðs UMFÍ.

Á fundinum var Rene Lauritsen endurkjörinn formaður samtakanna og Lars Salik H. Kielsen kjörinn varaformaður. Í stjórnina voru auk Hlyns kosin þau Johanna Österholm frá Finnlandi og Brandar Heðinsson frá Færeyjum.

UMFÍ hefur lengi verið samstarfsaðili NSU – sem fram að fundinum nú hétu Nordisk samorganisation for ungdomarbejde. Þetta eru samtök æskulýðsfélaga á Norðurlöndunum og hafa á þeim vettvangi verið unnið mikið af sameiginlegum verkefnum sem tengja Norðurlöndin saman. Þar má nefna ungmennaskipti, ungmennavikur, markmiðsráðstefnur og ungbændaráðstefnur.

Samtökin hafa í gegnum tíðina fundað víða á Norðurlöndunum, þar á meðal hér á landi og þá gert það í þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík.

 

Vefsíða NSU