Horfðu á ráðstefnuna í beinni útsendingu
Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir miðum á ráðstefnuna Konur og íþróttir, forysta og framtíð, sem fram fer í fyrramálið í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Nú er svo komið að allir miðar eru búnir og uppselt á staðinn.
En nóg pláss er á internetinu og geta allir sem vilja fylgst með ráðstefnunni í beinu streymi.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) standa að ráðstefnunni. Þar verða konur í fyrsta sæti enda fjallað um konur í stjórnum íþróttafélaga, konur í dómgæslu og konur í þjálfun ásamt mörgum öðrum þáttum sem snúa að þátttöku karla og kvenna í íþróttum. Eru konur líklegri til aðtaka þátt í stjórnum íþróttafélaga heldur en þjálfun og dómgæslu á efsta stigi?
Þetta eru mál dagsins!
Þú þarft samt ekki að hafa neinar áhyggjur þótt uppselt sé á ráðstefnuna á staðnum. Af því að þú getur fylgst með ráðstefnunni í tölvunni, símanum, heima í stofu og hvar sem er í beinu streymi.
Á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni eru félagsfræðingurinn Viðar Halldórsson, sem ætlar að skoða hverjar helstu áskoranir kvenna eru í íþróttum, Klara Bjartmarz, sem var að hætta sem framkvæmdastjóri KSÍ, Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambandsins flytur erindi um tækifæri kvenna til áhrifa, Hulda Mýrdal á Heimavellinum flytur erindið Að breyta leiknum, handboltaþjálfarinn Díana Guðjónsdóttir fjallar um ýmsar skrítnar spurningar sem þjálfarar og konur fá.
Auður Inga Þorsteinsdóttir, sem er fyrsta konan til að setjast í stól framkvæmdastjóra UMFÍ, lýkur svo deginum með samantekt.
Nánari upplýsingar um viðburðinn á Facebook:
Konur & íþróttir - forysta og framtíð | Facebook
Beina streymið verður á Facebook og YouTube:
Fylgstu með!
Varstu búin/n að lesa fréttina um það hversu fáir karlar eru skráðir á ráðstefnuna? Þar er rætt við Ragnheiði Ríkharðsdóttur, sem mun stýra ráðstefnunni.
Smelltu hér til að lesa:
Hvar eru karlarnir?