Hvað er kynlíf og af hverju stundar fólk það?
Sextán ungmenni hvaðanæva að frá landinu hittust í þjónustumiðstöð UMFÍ síðdegis í dag og hlustuðu á kynfræðslu á vegum Ástráðs, félags læknanema. Fræðslan er fyrsti hluti af sólarhringsviðburði Ungmennaráðs UMFÍ sem nefnist skemmtisólarhringur og er fyrir ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára. Viðburðurinn er með öllu vímuefnalaus og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Fyrirlesturinn á vegum Ástráðs var um kynheilbrigði og spunnust umræður um efni fyrirlestursins.
Eftir fyrirlesturinn er matarhlé. Klukkan 19 er farið í óvissuferð í anda „Amazin Race“. Það eina sem þátttakendur fengu að vita við skráningu á viðburðinn var að þeir áttu að hafa með sér svefnpoka og snyrtivörur fyrir næturgistingu.
Ungmennaráð UMFÍ hefur veg og vanda af verkefninu og leiðir ungmennin í gegnum allskyns leiki, ísbrjóta og óvæntar uppákomur.
Dagskráin svona:
Föstudagur 12. október
16:30 Mæting í Þjónustumiðstöð UMFÍ – léttar veitingar.
17:00 Fyrirlestur og umræður
18:30 Matur
19:00 “Amazing Race” óvissuferð á gististað
22:00 Kvöldvaka og kósý
Laugardagur 13. október
9:00 Morgunmatur
9:30 Hópavinna
11:00 Tiltekt og frágangur fyrir brottför
13:00 Koma í Sigtún 42 Reykjavík
Viltu vita meira um ungmennaráð UMFÍ?
Ungmennaráð UMFÍ hefur um nokkurra ára skeið staðið fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Smelltu hér og lestu meira um ráðstefnuna, sem er ætluð ungu fólki sem vill láta rödd sína heyrast.