Hvað finnst þér um Skinfaxa?
UMFÍ stendur þessa dagana fyrir stuttri könnun um lestur tímaritsins Skinfaxa og hvetur lesendur til þátttöku. Markmiðið er að bæta efni blaðsins og þróa það áfram í takt við óskir lesenda. Þátttakendur geta veitt endurgjöf, gefið einkunnir og komið með hugmyndir. Allir hvattir til að taka þátt.
Skinfaxi er tímarit UMFÍ og eina tímaritið sem enn kemur út og fjallar um íþróttir og lýðheilsu. Fyrsta tölublaðið kom út árið 1909 og er því með elstu blöðum á Íslandi.
Við erum alltaf að vinna að því að gera blaðið betra og leitum til lesenda og fólks í íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni eftir áliti.
Hvað finnst þér um Skinfaxa? Lestu það allt á prenti eða kýstu rafræna útgáfu?
Ertu með tillögu?
Endilega smelltu á hlekkinn sem hér fylgir, taktu þátt í því að gera Skinfaxa að enn betra tímariti.
Við erum hæstánægð ef þú vilt taka þátt.
Hvernig viltu lesa blaðið?
Við metum það afar mikils að fólk hjálpi okkur að rýna í Skinfaxa og gefa álit sitt.
Við gefum þess vegna öllum sem vilja kost á að gerast áskrifendur að Skinfaxa, bæði rafrænni útgáfu og fá það sent í tölvupósti á útgáfudegi eða sent heim í prentuðu formi.
Þú velur:
Smelltu hér og fáðu blaðið í tölvupósti
Smelltu hér og fáðu ókeypis áskrift að Skinfaxa á prenti
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að reglulegu fréttabréfi UMFÍ: