23. júní 2023
Hvar verður Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2025?
Sambandsaðilar UMFÍ hafa nú kost á því að sækja um að halda Landsmót UMFÍ 50+ árið 2025. Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. október 2023.
Mótið er sérstaklega ætlað einstaklingum 50 ára og eldri. Útfærsla mótsins er í höndum móta- og viðburðanefndar UMFÍ og framkvæmdanefndar mótsins.
Framkvæmd mótsins verður í höndum UMFÍ, þeim sambandsaðila sem tekur mótið að sér og viðkomandi sveitafélagi. Athygli er vakin á því að stuðningur sveitarfélags þarf að fylgja umsókninni.
Vinsælar greinar mótsins eru eru boccía, golf, pútt, frjálsar, ringó, bridds og ýmsar aðrar.
Nánari upplýsingar má nálgast í þjónustumiðstöð UMFÍ á netfanginu umfi@umfi.is eða í síma 568-2929.
Reglugerð um Landsmót UMFÍ 50+ og vinnureglur um val á mótsstað má sjá hér