Fara á efnissvæði
23. júní 2023

Hvar verður Unglingalandsmótið árið 2025?

Sambandsaðilar UMFÍ hafa nú kost á því að sækja um að halda Landsmót Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina 2025. Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. október 2023.  

Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina ár hvert.  

Mótið var haldið í fyrsta sinn á Dalvík árið 1992 og hefur síðan þá vaxið og dafnað. Gera þarf ráð fyrir mótsgestum, tjaldsvæðum sem ræður við fjöldann, fjölda viðburða og tónlistaratriðum á hverju kvöldi.  

Nú er svo komið að Unglingalandsmót UMFÍ er orðinn ómissandi viðburður hjá mörgum fjölskyldum um verslunarmannahelgi. 

Umsóknum skal skilað til þjónustumiðstöðvar UMFÍ.  

Nánari upplýsingar má nálgast í þjónustumiðstöð UMFÍ á netfanginu umfi@umfi.is eða í síma 568-2929. 

Reglugerð um ULM 

Vinnureglur um val á mótsstað 

  

Fleiri reglugerðir eru hér: 

https://www.umfi.is/um-umfi/log-og-reglugerdir/