Hvetur fólk til að koma í CrossFit á Sauðárkróki
„Stemningin er geggjuð hjá okkur í CrossFit 550 á Króknum. Við erum rosalega spennt að taka þátt í svona stóru móti. Við höfum haldið lítil innanhússmót og leggjum nú mikið á okkur fyrir Landsmótið,“ segir Erna Rut Kristjánsdóttir, sérgreinarstjóri í CrossFit á Landsmótinu á Sauðárkróki. Mótið verður dagana 12. – 15. júlí.
Um 90 manns æfa hjá CrossFit 550 á Sauðárkróki en stöðin opnaði síðla árs 2015.
Erna Rut hvetur alla þátttakendur á Landsmótinu til að koma í CrossFit. Keppt verður í Crossfit á Landsmótinu á Sauðárkróki
Keppt verður í CrossFit laugardaginn 14. júlí á milli klukkan 9:00 – 13:00.
Daginn áður geta þátttakendur mótsins komið á stöðina á milli klukkan 13:00 – 17:00 og fengið að prófa greinina. Á stöðinni verða þjálfarar og iðkendur sem leiðbeina fólki fyrstu skrefin í CrossFit.
„Við hvetjum fólk til að kíkja við og láta vaða!“ segir Erna Rut.
Fjölbreytt dagskrá Landsmótsins
Á Landsmótinu verður fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla aldurshópa. Einstaklingar 18 ára og eldri geta skráð sig til leiks, hvort sem þeir eru í íþrótta- og ungmennafélagi eða ekki. Margt verður jafnframt í boði fyrir yngri kynslóðina. Landsmótið er því frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Þátttakendur mótsins geta keppt í eða prófað fjölda íþróttagreina í bland við götu- og tónlistarveislu. Saman munu gestir Landsmótsins skapa töfrandi minningar. Það verður rífandi fjör og gleði alla daga mótsins.
Þín eigin dagskrá
Þeir sem skrá sig til leiks búa til sína eigin dagskrá. Um 30 mismunandi íþróttagreinar auk skemmtuna og fróðleiks verða í boði og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Til aðgreiningar er dagskránni skipt niður í fjóra flokka sem hver hefur sinn lit.
- Allar keppnisgreinar eru merktar gular.
- Viðburðir þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að prófa - láta vaða eru merktir rauðir.
- Viðburðir sem eru opnir öllum eru merktir grænir.
- Alls konar viðburðir og afþreying í Skagafirði sem þátttakendur hljóta afslátt af eru merktir bláir.
Heimasíða CrossFit 550
Dagskrá Landsmótsins og skráning: Landsmótið