Í hverju ætlar þú að keppa?
Spennan er orðin gríðarleg fyrir Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi um helgina og margir sem ætla að prófa fjölda af nýjum greinum. Enda um meira en 20 greinar að velja. Við höfum nú framlengt frest til að skrá sig í greina á mótinu og verður nú tækifæri til að gera það til hádegis á fimmtudag, 28. júlí.
Hér er hægt að skrá þátttakendur á Unglingalandsmót UMFÍ og velja greinar á mótinu: Skrá og velja greinar
Athugið að mikilvægt er að skrá fullt fæðingarár þátttakanda.
Smelltu svo HÉR til þess að greiða þátttökugjald.
Athugið að sum íþróttahéruð/félög niðurgreiða þátttökugjald að hluta eða öllu leyti fyrir þátttakendur á sínu svæði.
Ertu ekki viss hvað íþróttahéraðið þitt heitir?
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.
Aðeins kostar 8.500 krónur fyrir hvern þátttakanda á Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi. Fyrir þátttökugjaldið hefur viðkomandi kost á að skrá sig í margar greinar, aðgangur er að tjaldsvæði fyrir alla fjölskylduna og aðgangur að öllum viðburðum og tónleikum tengdum Unglingalandsmótinu. Öll ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára geta skráð sig til leiks. Ekki er skilyrði að vera skráð/ur í ungmenna- eða íþróttafélag.
Sjáumst hress á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi!
Allar upplýsingar um mótið er á vefsíðunni: www.ulm.is
Við erum líka með viðburðasíðu á Facebook: Smelltu hér og misstu ekki af neinu á Facebook!