Fara á efnissvæði
31. júlí 2022

Kökuskreytingar fara fram í dag

Kökuskreytingar er ein fjölmennasta og vinsælasta keppnisgrein Unglingalandsmótsins. 

Keppnin fer fram í dag, sunnudaginn 31. júlí frá kl. 16:00 - 18:00 í Iðu. 

Þema keppninnar er ELDGOS og FLUGELDASÝNING.

Dæmt er eftir frumlegheitum og heildarútliti. Velgefið er fyrir skapandi og notkun á hráefnum. 

Tímasetningar eru eftirfarandi:

Kl. 16:00 byrja allir flokkar í einstaklingskeppni. 

Kl. 16:15 - 17:15. 11 - 12 ára lið. 

Kl. 16:30 - 17:30. 13 - 14 ára lið. 

Kl. 16:45 - 17:45. 15 - 18 ára lið. 

Verðlaunaafhending er kl. 18:00

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Þátttakendur fá tilbúna hringlaga botna á staðnum og þar verður einnig ýmiskonar hráefni til staðar.  Þátttakendum er heimilt að koma með sitt eigið skraut og nammi.

Keppendur þurfa að koma með áhöld með sér að heiman.

Kökurnar eru settar á smjörpappír, en keppendur geta komið með sína diska að heiman.

Keppendur fá klukkustund til að vinna að skreytingunni.

Hægt er að keppa sem einstaklingar eða í tveggja manna liðum og veitt eru verðlaun hvoru tveggja í flokki einstaklinga og lið flokki.

Keppendur fá á staðnum:

Keppendur (þurfa) að koma með: