Fara á efnissvæði
12. janúar 2026

Könnun á lestri Skinfaxa

Brakandi ferskt tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, kom út fyrir jólin og er það eins og alltaf stútfullt af fræðandi og upplýsandi efni fyrir lesendur um íþróttahreyfinguna og lýðheilsu.

Við erum alltaf að vinna að því að bæta tímaritið og langar til að vita hvað fólki finnst.

Við höfum af þeim sökum skellt í stutta könnun þar sem við skoðum lestur blaðsins, hvað er gott, hvað má fara betur, hvað lesendur vilja sjá meira af, lesa meira um og ýmislegt fleira.

Hvað segir þú?

Það er æðislegt að heyra hvað þér finnst.

Endilega smelltu á hlekkinn sem hér fylgir, taktu þátt í því að gera Skinfaxa að enn betra tímariti.

 

Hvað finnst þér um Skinfaxa?