Konur og íþróttir, forysta og framtíð
Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars næstkomandi standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) fyrir ráðstefnunni Konur og íþróttir, forysta og framtíð.
Hvar eru konurnar?
Á ráðstefnunni eru konur í fyrsta sæti. Konur í stjórnum félaga, konur í dómgæslu og konur í þjálfun. Rætt verður um helstu áskoranir sem konur í íþróttum standa frammi fyrir og þau tækifæri sem þeim bjóðast. Við ræðum um mikilvægi þess að konur séu áberandi í forystu í íþróttahreyfingunni. Á það við um þátttöku í stjórnum íþróttafélaga, í ráðum og nefndum, dómgæslu eða þjálfun á afreksstigi.
Ráðstefnan fer fram á Fosshóteli, Þórunnartúni 1 á milli klukkan 09:00 – 12:30.
Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá á viðburðinn og er skráningin opin til 6. mars.
Fyrir þau sem ekki komast, verður streymt frá ráðstefnunni.
Dagskrá
Ráðstefnustjóri
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Setning ráðstefnunnar
Þórey Edda Elísdóttir, fyrsti varaforseti ÍSÍ.
Eru einhverjar áskoranir kvenna í forystu íþrótta?
Viðar Halldórsson félagsfræðingur
Ferðalagið innan knattspyrnuheimsins
Klara Bjartmarz, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ
Tækifæri til að hafa áhrif
Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands
Pallborðsumræður
Að fóta sig í karllægum heimi
Bríet Bjarnadóttir, alþjóðlegur knattspyrnudómari
Segðu já!
Erna Héðinsdóttir, dæmir á ÓL í París í lyftingum
Mikilvægi dómgæslu í íþróttum
Hlín Bjarnadóttir, dæmir á Ól í áhaldafimleikum
Að breyta leiknum
Hulda Mýrdal
Hvað borðið þið eiginlega?
Díana Guðjónsdóttir handboltaþjálfari
Að þjálfa konur vs karla, er einhver munur?
Gunnar Páll Jóakimsson frjálsíþróttaþjálfari
Hagsmunasamtök kvenna í knattspyrnu (HKK)
Lára Hafliðadóttir situr í stjórn HKK
Hvað gerum við nú – stutt rafræn samantekt
Áfram veginn!
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ
Boðið verður upp á morgunhressingu og er viðburðurinn opinn öllum.
Nánari upplýsingar um viðburðinn á Facebook: Konur & íþróttir - forysta og framtíð | Facebook
ÍSÍ og UMFÍ hvetja öll kyn til að mæta og láta sig varða um málefnið!