18. júní 2024
Kvennahittingur ÍSÍ og UMFÍ 19. júní
ÍSÍ og UMFÍ standa fyrir kvennahittingi í tilefni af kvenréttindadeginum 19. júní. Hittingurinn er haldinn í framhaldi af ráðstefnunni Konur og íþróttir, forysta og framtíð sem fram fór í mars.
Eitt af markmiðum íþróttahreyfingarinnar er að búa til tækifæri og vettvang fyrir fólk til að blómstra. Fáir dagar eru jafn mikið við hæfi að hittast á og kvenréttindadagurinn þar sem þátttakendur á ráðstefnunni hittast á ný, styrkja tenglanetið og gleðjast saman.
Viðburðurinn verður á Sjálandi í Garðabæ, miðvikudaginn 19. júní frá klukkan 18:00 – 20:00. Salurinn verður opinn til klukkan 22:00 fyrir þær sem vilja sitja lengur og spjalla og eru nokkur sæti laus.
Í boði er fordrykkur og blandaðir smáréttir á hlaðborði.
Veislustjóri er Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna og fulltrúi í framkvæmdastjórn ÍSÍ.
Herdís Pála Pálsdóttir, markþjálfi og reyndur mannauðsstjóri, nú hjá EFTA í Brussel, heldur stutt erindi varðandi það að hámarka árangur og ánægju, á sama tíma. Hún mun koma inn á hvað það er sem heldur oftast aftur af fólki (konum) og nokkrar leiðir til að leysa úr læðingi allt það sem við erum færar um.
Herdís Pála Pálsdóttir, markþjálfi og reyndur mannauðsstjóri, nú hjá EFTA í Brussel, heldur stutt erindi varðandi það að hámarka árangur og ánægju, á sama tíma. Hún mun koma inn á hvað það er sem heldur oftast aftur af fólki (konum) og nokkrar leiðir til að leysa úr læðingi allt það sem við erum færar um.
Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa og fyrrverandi landsliðskona í körfubolta. Gréta María hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og nýtt til þess að reynslu og leiðtogahæfileika úr íþróttastarfi. Hún deilir með okkur áhugaverðri reynslu sinni og hvernig er að vera kona í karlageirum. Heiti erindis: Að standa með sjálfum sér!
Eftir erindin tekur við samvera og gleði það sem eftir lifir kvölds.
Allar konur og kvárar verða leystar út með glæsilegum gjafapokum.
Þátttökugjald er 2.900 kr. og fer skráning og greiðsla fram í gegnum Abler.
Hlökkum til að hitta ykkur og njóta kvöldsins saman!