Landsmót UMFÍ með nýju sniði árið 2018
Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki í júlí 2018 verður með nýju sniði og öðruvísi en fyrri Landsmót UMFÍ. Þetta sagði Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Landsmóta UMFÍ, í erindi sem hann hélt um mótið á örráðstefnunni Viðburðalandið Ísland, sem Háskólinn á Hólum í Hjaltadal hélt um viðburðastjórnun í Hörpu í Reykjavík í gær.
Í erindinu fór Ómar Bragi fljótt yfir sögu UMFÍ og umfang hreyfingarinnar, ræddi um aðildarfélögin og hlutverk. Þá sagði hann frá viðburðum UMFÍ, landsmótum sem hafa verið haldin frá árinu 1909 og Hreyfiviku UMFÍ ásamt fleiru. Ómar ræddi líka um mikilvægi hátíða eins og Unglingalandsmót UMFÍ fyrir fjölskyldur enda líki mörgum við það hvað mótið sé góður vettvangur fyrir fjölskylduna til að vera saman um verslunarmannahelgi. Á sama tíma þurfi mótin að standast tímans tönn svo fólk hafi ánægju af því að sækja þau.
Einmitt það var ástæðan fyrir því að fyrir nokkrum árum var ákveðið að breyta Landsmóti UMFÍ og er það allt í vinnslu.
Landsmót UMFÍ haldið dagana 13. – 15. júlí 2018 á Sauðárkróki. Á sama tíma fer fram Landsmót UMFÍ 50+.