Fara á efnissvæði
26. janúar 2026

Málþing um þátttöku fatlaðra barna í íþróttum

Hvernig tryggjum við að öll börn hafi raunverulegan aðgang að íþróttum, hvað hefur áunnið og hvert tætlum við næst? Fjallað verður um málið á málþingi Allir með föstudaginn 30. janúar. 

Allir með-verkefnið stendur fyrir málþingi þar sem litið verður yfir árangurinn, fólk deilir reynslu af vettvangi og rætt um lausnir ásamt því að ræða um næstu skref í íþróttastarfi barna. Á málþinginu verður fjallað um stöðu fatlaðra barna í íþróttum í dag, rannsókn um þátttöku, reynslu barna, foreldra og íþróttafélaga sem og þau verkefni og samstarf sem þegar eru í gangi.

Við munum ræða hvernig ná megi betur til foreldra, styrkja íþróttafélög og þjálfara ásamt því að skoða úrræði og lausnir sem eru til staðar.

 

Dagsetning: 30. janúar, 2026
Staðsetning: Minigarðurinn, Skútuvogur 2, 104 Reykjavík

 

Því miður er orðið fullt í sæti á málþinginu og hefur verið lokað fyrir skráningarform. Enn verður hægt að fylgjast með því í gegnum streymi sem verður auglýst í vikunni. 

 

Málþingið á Facebook

 

Að verkefninu Allir með koma Mennta- og barnamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Félags- og húsnæðismálaráðuneytið, ÍSÍ, UMFÍ, Íþróttasamband fatlaðra, Special Olympics Iceland, ÖBÍ og Þroskahjálp.

 

Dagskráin

09:00

  • Allir með - ferðin hingað: Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóri Allir með.
  • Færnibúðir: Dr. Ingi Þór Einarsson, lektor við Háskólann í Reykjavík.
  • Hreyfihamlaðir í borðtennis: Hákon Atli Bjarkason, þjálfari í borðtennis ÍFR.
  • Upplifun foreldris: Kristín Margrét Ingibjargardóttir. 
  • Mikilvægi æfinga í nærumhverfi: Bára Fanney Hálfdánardóttir, þjálfari Haukar Special Olympics. 
  • Sameining íþróttafélaga: Rakel Magnúsdóttir, svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Suðurlandi. 
  • Special Olympics Ísafjörður: Heiðrún Tryggvadóttir, körfuknattleiksdeild Vestra. 
  • Samstarf við svæðisstöðvarnar: Þóra Pétursdóttir, svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Norðurlandi eystra. 
  • Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks: Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ

Kaffihlé

  • Hvernig matreiðum við efni fyrir fjölmiðla og hvað geta fjölmiðlar gert fyrir okkur? Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, fréttamaður á RÚV.
  • Tækifæri sem okkar börn verða af: Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics Iceland og þróunarsviðs Íþróttasambands fatlaðra. 
  • Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.
  • Getum við fjármagnað liðveislu á æfingar? Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, deildarstjóri frístundaþjónustu Árborgar. 
  • Aðkoma sérsambands að Allir með: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, grasrótarmál og samfélagsleg verkefni, KSÍ.
  • Hvað er það sem hindrar börn og ungmenni með fötlun eða aðrar raskanir að stunda skipulagt íþróttastarf? Hanna Rún Ragnarsdóttir, þjálfari hjá Ösp og viðskiptafræðinemi hjá Háskólanum í Reykjavík. 
  • Hvernig getum við náð til foreldra? Björg Maggý Pétursdóttir, ráðgjafi í malefnum fatlaðra barna. 
  • Skilaboð frá íþróttahreyfingunni: Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ. 

11:25 Pallborð: Bára Fanney Hálfdánardóttir, Hákon Atli Bjarnason, Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson og Valdimar Gunnarsson.

12:00 Vinnustofa

12:40 

  • Hvað gerðu íþróttirnar fyrir mig? Róbert Ísak Jónsson, afreksmaður og Paralympicsfari í sundi. 
  • Allir með - ferðalagið framundan: Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóri Allir með.