Fara á efnissvæði
30. mars 2023

Mikil ánægja með nýja þjónustumiðstöð UMFÍ

Stjórn Félags áhugafólk um íþróttir aldraðra (FÁÍA) heimsótti nýja þjónustumiðstöð UMFÍ í Íþróttamiðstöðinni í Reykjavík í dag. 

Slagorð félagsins var ævinlega: „Það er aldrei of seint að hreyfa sig.“

Í félaginu eru afar virkir fyrrverandi kennarar og áhugafólk um heilsueflingu eldri borgara og hafa þau haldið námskeið og staðið fyrir keppnum víða um land fyrir eldri borgara í ýmsum greinum. 

Þau létu vel af heimsókninni, ræddu við starfsfólk UMFÍ, fræddust um Landsmót UMFÍ 50+ sem verður í Stykkishólmi um Jónsmessuna, skoðuðu þjónustumiðstöðina og létu afar vel af. Að lokum var sýnd myndefni sem Marteinn Sigurgeirsson kvikmyndagerðarmaður tók saman fyrir UMFÍ um Landsmót UMFÍ frá árunum 1909 til 2013.

 

Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi

Myndina má sjá á YouTube