Mótum úthlutað til Fjallabyggðar og Múlaþings
Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Siglufirði og Ólafsfirði árið 2025 og Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 2025, samkvæmt ákvörðun stjórnar UMFÍ í síðustu viku. Ákvörðunin byggir á tillögu Móta- og viðburðanefndar sem fundaði um málið í síðustu viku.
Það verður því Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (UÍF) sem mun halda Landsmót UMFÍ 50+ í samstarfi við sveitarfélagið Fjallabyggð árið 2025 en Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) sem heldur Unglingalandsmótið í samstarfi við sveitarfélagið Múlaþing.
Landsmót UMFÍ 50+ hefur aldrei áður verið haldið á vegum UÍF. Unglingalandsmót UMFÍ hefur hins vegar verið haldið tvívegis á Egilsstöðum, verslunarmannahelgarnar árin 2011 og 2017.
50+ í Vogum
Landsmót UMFÍ 50+ verður næst haldið í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 7. – 9. júní 2024. Þetta verður í fyrsta sinn sem ungmennafélagið Þróttur í Vogum heldur mótið með sveitarfélagi Voga. Mikil spenna er þar fyrir mótinu og gengur undirbúningur vel.
Landsmót UMFÍ 50+ er fyrir þátttakendur sem verða fimmtíu ára á árinu og alla eldri. Mótið er blanda af íþróttakeppni og skemmtun og er markmið þess að fá folk á miðjum aldri og eldra til að njóta samverunnar. Keppt er í allskonar greinum. Þar á meðal boccía og ringó, golf, frjálsar íþróttir, sund, hlaup og hjólreiðar og margt fleira.
Allar upplýsingar um mótið eru hér:
Landsmót UMFÍ 50+
Viðburður er líka á Facebook
Unglingalandsmót í Borgarnesi
Unglingalandsmót UMFÍ fer fer fram í Borgarnesi um verslunarmannahelgina 2024. Þetta er íþrótta- og fjölskylduhátíð fyrir þátttakendur á aldrinum 11 – 18 ára og fjölskyldur þeirra. Boðið verður upp á fjölda íþróttagreina fyrir þátttakendur á daginn og afþreyingu og skemmtun fyrir alla fjölskylduna á hverju kvöldi.
Allar upplýsingar um mótið eru hér: