Fara á efnissvæði
02. apríl 2024

Fræðslu- og verkefnasjóður

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2024.

Markmið sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi.

Rétt til umsóknar eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðinum. 

Áhersluatriði fyrir úthlutanir 2024

Sjóðsstjórn hefur sett eftirfarandi áhersluatriði fyrir úthlutanir ársins 2024.

  • Útbreiðslu og fræðsluverkefni sem hafa það að markmiði að auka þátttöku  í skipulögðu íþróttastarfi, sérstaklega barna og ungmenna með fötlun eða af erlendum uppruna. 
  • Verkefna og/eða viðburða sem hafa það að markmiði að efla þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða í félagsmálum (fundarsköpum)
  • Rannsókna á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.
Úthlutun styrkja

Athygli er vakin á því að sjóðurinn styrkir EKKI tækja-, áhalda- og búnaðarkaup, fundakostnað (þ.m.t. veitingar) og almennan rekstur félaga. Styrkur er að öllu jöfnu aldrei hærri 400.000 kr. Sjóðsstjórn getur þó veitt hærri styrki í undantekningartilfellum.

  • Fræðslu- og forvarnaverkefni hljóta 80% styrk gegn kvittunum með lokaskýrslu. 
  • Þjálfaranámskeið hljóta 50% styrk gegn kvittunum með lokaskýrslu. 
  • Verkefni til varðveislu sögu og menningu hljóta 50% styrks gegn kvittunum með lokaskýrslu.
  • Verkefni tengd áhersluatriðum sjóðsins hljóta 80% styrks. Styrkurinn er jafnan greiddur út við skil á lokaskýrslu, en hægt er að óska eftir útgreiðslu á hluta af styrkupphæð ef þörf er á.

 

Meira um Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

Sækja um í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ